Markmiðasetning fyrir 2021

markmið Jan 21, 2021

Ég elska að nota markmið sem verkfæri til að lifa betra lífi!

Á hverju ári í 20 ár hef ég sett mér ýtarleg markmið í byrjun hvers árs sem ég hef svo reynt að vinna eftir markvisst yfir árið. Ég er sannfærður um að þessi ferill hefur gert mig að betri manni og hjálpað mér að afreka meira en ég hefði annars gert.

Nú í byrjun þessa árs setti ég saman ýtarlegt kennslumyndband um hvernig ég vinn markmið mín fyrir meðlimi Stuðningsnetsins. Það var svo gefandi og ég fékk svo góð viðbrögð frá hópnum að ég ákvað að deila áfram helstu punktunum um hvernig ég vinn þetta.

1. Markmið verða að betrumbæta líf þitt.
Það er afar mikilvægt að setja sér markmið sem myndu gera líf þitt betra ef þú næðir markmiðinu. Flestir taka sér ekki tímann til að hugsa út í hvað þeir vilja raunverulega fá út úr þessu lífi og enda á því að setja sér markmið í flýti sem hljómar töff eða sem þeir halda að aðrir myndu finnast vera töff. Markmiðasetning er mjög persónulegur ferill, öll markmið þurfa vera vel úthugsuð og pasa við langtíma markmið þín í lífinu. 

2. Notaðu S.M.A.R.T aðferðarfræðina.
SMART er skammstöfun fyrir eftirfarandi eiginleika markmiðs:

  • Specific – skilgreina markmiðið nákvæmlega.
  • Measurable – mælanlegt og með skýrri endastöðu.
  • Achievable – þarf að vera geranlegt.
  • Relevant– þarf að passa við langtíma markmið þín
  • Timed – þarf að vera vera tímasetning hvenær það mun klárast.

Og auk þess skrifa ég niður öll markmið í nútíð eins og þau séu nú þegar orðin að veruleika en það hefur jákvæð sálfræðilega áhrif.

3. Þrír markmiða flokkar.
Ég hef undanfarin 10 ár eða svo alltaf notast við vel þessa þrjá flokka þegar ég set mér markmið og ég reyni alltaf að vera með nokkur markmið í hverjum flokkum. Þessir flokkar eru:

  1. Fjármál
  2. Heilsa
  3. Sambönd

Og ef ég er kominn langt í fyrirtækjarekstri bý ég stundum
til sér flokk fyrir fyrirtækið.

4. Mikilvægi þess að skrásetja markmið rétt.
Þú verður að skrifa niður markmiðin á blað og geyma það á góðum stað svo þú getir litið yfir það reglulega til að tryggja að þú sért á réttri leið. Einnig getur verið gott að hafa markmiðin á tölvutæki formati í word, excel, Evernote eða öðru þannig þú getir alltaf uppfært þau og skrifað athugasemdir varðandi framvindu mála.

5. Regluleg eftirfylgni
Ég myndi almennt séð mæla með því að fara yfir markmiðin einu sinni í viku, eða í versta falli einu sinni í mánuði. Þegar þið yfirfarið þau þá uppfærið þið árangurinn og ákveðið svo hvaða markmið er í forgangi fram á næstu yfirferð.

Mundu svo að markmið þurfa ekki að vera fullkomin, settu frekar niður einhver markmið en engin markmið. Uppfærðu þau svo eftir því sem þú lærir meira og eftir því sem aðstæður breytast.

P.S. Ef eitt af þínum markmiðum þetta árið er að stofna fyrirtæki þá eru ennþá 6 laus sæti á námskeiðið mitt 6.febrúar í stofnun fyrirtækja.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.