Að stofna fyrirtæki á 10 mínútum

stofnun Apr 01, 2019

Nýlega breytti Ríkisskattstjóri ferlinum við stofnun fyrirtækja og nú er hægt fara í gegnum allan ferilinn rafrænt inn á vefsíðu RSK. Þetta er svakalega stórt skref fyrir íslenska frumkvöðlaumhverfið því nú er hægt að fara í gegnum allan ferillinn á aðeins 10 mínútum og það tekur ekki nema 1-2 sólahringa frá skráningu áður en fyrirtækið er komið með kennitölu og þið getið hafið rekstur.

Aldrei verið auðveldara að stofna fyrirtæki

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki fyrir 15 árum síðan þá man ég hvað það var mikil hausverkur að finna út úr því hvernig ætti að gera það. Ég þurfti að ráða mér lögfræðing til að aðstoða mig við að útbúa öll nauðsynleg stofnskjöl enda voru slík skjöl hvergi aðgengileg og svo flókin að maður þurfti aðstoð við að fylla þau út. Þessi lögfræðiþjónusta kostaði sitt og bætti yfirleitt nokkrum dögum við ferilinn en á þeim tíma tók það svo RSK 7-10 daga að vinna skráninguna. Ég hugsa mér að heildarkostnaður við stofnun á þessum tíma með lögfræðiþjónustu og skráningu hjá RSK hafi verið á bilinu 200-300þús og tíminn sem þetta tók að lágmarki 2 vikur.

Sjálfvirk skráning á vef RSK

En nú er öldin önnur (reyndar ennþá sama öld en þú veist…), allur ferillinn í dag er rafrænn og nú er einfaldlega hægt að fylla inn form á vefsíðu RSK og öll stofnskjölin verða útbúin sjálfkrafa og þau svo undirrituð af stofnendum með rafrænum skilríkum og 1-2 dögum síðar er komin fyrirtækjakennitala og rekstur getur hafist. Hugsanlega mynduð þið ennþá vilja fá lögfræðing í lið með ykkur ef þið þurfið að gera hluthafasamning en að öðru leiti er engin auk kostnaður eða tímafrekar flækjur. Þannig þótt svo að kostnaðurinn vð stofnun sé sá sami (en samt ennþá of hár að mínu mati) þá er þarna búið að útiloka auka lögfræðikostnað og því má segja að hann hafi lækkað um 25-50% fyrir þá sem eru að stofna í fyrsta skipti og ferillinn er núna 700% hraðari (2 dagar í stað 14).

Þetta er virkilega stórt og flott skref hjá RSK og eiga þau heiður skilið fyrir þetta framtak.

Hér má sjá vidjó frá RSK sem útskýrir aðeins ferilinn.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.